Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Efling óskar eftir samningafundi

23.03.2020 - 11:00
Mynd með færslu
 Mynd:
Samninganefnd Eflingar óskaði í morgun eftir fundi hjá ríkissáttasemjara í kjaradeilu sinni við Kópavogsbæ, Seltjarnarnesbæ, Mosfellsbæ, Hveragerði og Sveitarfélagið Ölfus. Vika er frá síðasta samningafundi.

Viðar Þorsteinsson, framkvæmdastjóri Eflingar, segir í samtali við fréttastofu að samninganefndin hafi í hyggju að reyna að þoka viðræðunum áfram. Lögð verði fram ný tillaga að samningi við sveitarfélögin. 

Ótímabundið verkfall félagsmanna Eflingar sem starfa hjá sveitarfélögum á og við höfuðborgarsvæðið hefur staðiði í tvær vikur. Verkfallið hefur haft mikil áhrif á skólastarf og bætist ofan á raskanir vegna Covid-19 faraldursins.