Edward kjörinn varaformaður VG

Mynd með færslu
 Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Edward H. Huijbens, prófessor við Háskólann á Akureyri, var kjörinn varaformaður Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs nú síðdegis á landsfundi flokksins sem fram fer um helgina. Tveir voru í framboði, Edward og Óli Halldórsson, sveitarstjórnarmaður í Norðurþingi.

223 greiddu atkvæði í varaformannskjörinu. Edward hlaut 148 atkvæði, 66,4%, en Óli hlaut 70 atkvæði, 31,4%. Fimm atkvæðaseðlar voru auðir.

Mynd með færslu
Edward og Óli áður en úrslitin voru kunngjörð. Mynd: Jóhann Bjarni Kolbeinsson - RÚV
Ásrún Brynja Ingvarsdóttir
Fréttastofa RÚV
stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi