Athugið þessi frétt er meira en 11 ára gömul.

Eðlilegt að auka eigið fé ÍLS

20.04.2010 - 13:58
Mynd með færslu
 Mynd:
Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra telur eðlilegt að Íbúðalánasjóði verði lagt til aukið eigið fé. Ráðherra leggur áherslu á að sjóðurinn sé ekki að fara í þrot og eigið fé hans nú séu tíu milljarðar.

Fram kom í fréttum í gær í viðtali við framkvæmdastjóra Íbúðalánasjóðs að staða sjóðsins væri orðin verulega erfið og eiginfjárstaða væri komin niður í 3 prósent. Staða og málefni Íbúðalánasjóðs var rædd á ríkisstjórnarfundi í morgun.