Ebay með umhverfisvænsta appið

Mynd með færslu
 Mynd:

Ebay með umhverfisvænsta appið

23.10.2014 - 16:53
Ráðgjafarfyrirtækið WSP sendi nýverið frá sér greinargerð um umhverfisvænstu smáforritin eða öppin. Ýmsir þættir voru lagðir til grundvallar matinu svo sem aðgengi og fjöldi notenda, sem og forrit sem ýttu undir umhverfisvænan lífsstíl.

Stefán Gíslason segir nánar frá þeim þáttum sem metið var út frá, og þeim forritum sem skara þóttu fram úr í umhverfislegu tilliti en þar trónir sölumiðlunin Ebay á toppnum. 

Samfélagið fimmtudaginn 23. október 2014