Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Duterte segist hafa hent manni út úr þyrlu

29.12.2016 - 09:20
epa05309470 Presumptive president-elect of the Philippines Rodrigo Duterte speaks during a press conference before he meets well-wishers in Davao City, southern Philippines, 16 May 2016. On 15 May 2016, Duterte said that he will urge Congress to restore
 Mynd: EPA
Rodrigo Duterte, forseti Filippseyja, hefur upplýst að hann hafi myrt grunaðan mann með því að kasta honum út úr þyrlu. Í ávarpi, sem forsetinn flutti fórnarlömbum fellibyls, varaði hann spillta embættismenn við því að hann myndi taka þá af lífi með því að varpa þeim út úr þyrlu eins og hann hefði gert við kínverskan mann sem grunaður var um glæpi.

Duterte hefur áður upplýst að hann hafi myrt fólk meðan hann var borgarstjóri í borginni Davao. Hann hafi þá farið um á mótorhjóli í leit að grunuðum mönnum og drepið þá sem hann fann. Forsetinn sagði ennfremur að sex menn, sem handteknir voru í Manila í vikunni með mikið af metamfetamíni, hafi verið heppnir. Hefði hann verið á staðnum hefði hann skotið þá.

Sérstakur mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hefur hvatt til þess að hafin verði rannsókn á upplýsingum forsetans um að hann hafi tekið af lífi fólk án dóms og laga.