Athugið þessi frétt er meira en 9 ára gömul.

Dúbaí-mál hjá utanríkisráðuneyti

28.08.2012 - 12:06
Mynd með færslu
 Mynd:
Mál rúmlega fertugs íslensks karlmanns, sem ákærður hefur verið fyrir skjalafals í Dúbaí í Sameinuðu arabísku furstadæmunum, er nú á borði utanríkisráðuneytisins.

Ráðuneytið hefur beitt sér í málinu en samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur það verið til meðferðar þar um nokkurt skeið.

Fram kemur á fréttavefnum The National að Íslendingurinn sé ákærður fyrir að hafa ætlað að nota fölsuð skjöl til að styðja fyrir dómi þá kröfu sína að viðskiptamaður hans í Dúbaí greiddi honum fyrir snekkju sem hann smíðaði. Snekkjan hafi verð afhent gegn því að heimamaðurinn fjárfesti í smíðafyrirtæki Íslendingsins.

Íslenski maðurinn vann málið fyrir dómi en hann hefur síðan verið kærður fyrir að hafa notað fölsuð skjöl til þess. Hann er laus gegn tryggingu en hefur þurft að afhenda yfirvöldum í Dúbaí vegabréfið sitt meðan málið er til meðferðar.