Athugið þessi frétt er meira en 10 ára gömul.

Drunur í björgum við Þrasastaði

21.09.2012 - 11:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Heimafólk á Þrasastöðum í Fljótum heyrði í nótt drunur í björgum, sem héldu áfram að falla í Móafellshyrnu, þar sem feiknalegt framhlaup varð í hádeginu í gær.

Jarðvísindamenn sem fréttastofan hefur rætt við, telja ekki útilokað að grjóthrun haldi áfram á þessum slóðum. Þarna hafi verið los á undanförnum vikum og ekki dragi úr hrunlíkum með jarðhræringunum að undanförnu og hausttrigningum. Þeir telja óráðlegt að vera á ferðinni í nánd við skriðuna, þótt þeir geri ekki ráð fyrir viðlíka gusu og í gær. Halldór bóndi á Molastöðum sagði þá, að gríðarlegar dunur hafi fylgt grjótfluginu.