Athugið þessi frétt er meira en 1 ára gömul.

Drekabyggð á meðal sex tillagna um nafn fyrir austan

Mynd með færslu
 Mynd: RÚV - Fjögur sveitarfélög á Austur
Austurþing, Austurþinghá, Múlabyggð, Múlaþing, Múlaþinghá og Drekabyggð eru þau nöfn sem íbúar í sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi munu velja á milli 18. apríl. Undirbúningsstjórn sameiningar bætti við heitinu Drekabyggð en Örnefnanefnd lagðist gegn því.

Það voru 17 tillögur sem sendar voru til Örnefnanefndar. Nefndin mælti með tveimur nöfnum en lagðist ekki gegn fjórum. Hún leggst gegn hinum 11 tillögunum.

Fimm nöfn fengu samþykki Örnefnanefndar

Nafnanefnd hefur lagt til við undirbúningsstjórn sameiningar að íbúarnir fái tækifæri til að greiða atkvæði um þau tvö nöfn sem Örnefnanefnd mælir með, auk nafna sem nefndin leggst ekki gegn. Það nöfnin Austurþing, Austurþinghá
Múlabyggð, Múlaþing og Múlaþinghá.

Bæta Drekabyggð við

Undirbúningsstjórn samþykkti þessar tillögur, en ákvað að íbúum verði jafnframt boðið upp á að velja nafnið Drekabyggð, þrátt fyrir að Örnefnanefnd leggist gegn því. Drekabyggð samræmist íslenskri málhefð og málvenju eins og áskilið sé í sveitarstjórnarlögum.

Velja um sex nöfn 18. apríl

Íbúar munu því velja á milli sex nafna á nýtt sveitarfélag samhliða sveitarstjórnarkosningum 18. apríl næstkomandi. Sú atkvæðagreiðsla er leiðbeinandi fyrir nýja sveitarstjórn sem tekur ákvörðun að afloknum kosningum.