Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Dregur formannsframboð til baka

18.10.2018 - 13:04
Mynd með færslu
 Mynd: Guðlaug Svansdóttir - Rangárþing eystra
Jakob S. Jónsson hefur ákveðið að draga framboð sitt til formanns Neytendasamtakanna til baka af persónulegum ástæðum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá honum. Hann segir að skorað hafi verið á hann fyrir allnokkru og hann fundið fyrir miklum og víðtækum stuðningi við framboðið. Sú staða hafi komið upp að hann hafi séð þann eina kost að draga framboðið til baka af óhjákvæmilegri nauðsyn.

Eftir standa fjórir frambjóðendur til formanns sem kjörinn verður á þingi Neytendasamtakanna laugardaginn 27. október. Það eru þau Ásthildur Lóa Þórsdóttir, Breki Karlsson, Guðjón Sigurbjartsson og Unnur Rán Reynisdóttir. Guðmundur Hörður Guðmundsson dró sitt framboð til baka fyrir nokkru.

Róbert Jóhannsson
Fréttastofa RÚV