Fyrir fáeinum árum datt engum í hug að Jóhann Hólmgeirsson gæti rennt sér niður snarbrattar fjallshlíðar á skíðum, hvað þá að hann ætti eftir að keppa á Ólympíuleikum. Þessi ungi Akureyringur sýndi í vikunni að hægt er að yfirstíga erfið veikindi þegar hann skíðaði niður Vindheimajökul í Eyjafirði.
Jóhann, sem fæddist með klofinn hrygg, keppir á Ólympíumóti fatlaðra í Rússlandi í mars á næsta ári.