„Þetta er ein af þessum laugum sem ég hef verið að gera síðan 1991,“ segir Finnbogi og vísar meðal annars til verka í Orkuveitur Reykjavíkur og Háskólanum í Reykjavík. „Ég hugsa kannski að ég sé að loka þessu dóti. Flest af þessum verkum eru gólfverk, laugar sem sitja á gólfinu en þetta er flóknara núna því mig hefur alltaf dreymt að taka svona laug og hækka hana upp; þannig að þú standir við laugina eins og þú standir við borð. Nálgun mín á hljóð í verkum mínum hefur verið að gera hljóð sýnilegt og þetta er kannski mest „basic“ leiðin til að gera það.“