Athugið þessi frétt er meira en mánaðargömul.

Dönsum burtu blús

27.01.2014 - 12:01
Mynd með færslu
 Mynd:

Sverrir Bergmann - flytjandi

Sverrir Bergmann Magnússon fæddist á Sauðárkróki í nóvember árið 1980. Hann er í sambandi með Marín Möndu Magnúsdóttur. Sverrir er með stúdentspróf frá Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra og auk þess útskrifaður úr Margmiðlunarskólanum.

Sverrir söng í fyrsta sinn opinberlega á árshátíð í gagnfræðaskóla og varð lagið Heaven með Brian Adams fyrir valinu. Hann segist þó ekki hafa fengið neinn frið til að syngja því vinir hans köstuðu stanslaust í hann sælgæti á meðan hann stóð á sviðinu. Sverrir skaust fram í sviðsljósið þegar hann sigraði Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2000 með laginu Án þín og síðan þá hefur hann fengist talsvert við tónlist . Í fyrra gaf hann út aðra sólóplötuna sína sem heitir Fallið lauf en hafði áður meðal annars gefið út tónlist með hljómsveitinni Daysleeper og samið yfir 70 lög í samvinnu við ýmsa tónlistarmenn.

Sverri finnst StopWaitGo strákarnir þykkir, grjótharðir og fjallmyndarlegir, og segir aldrei neitt annað hafa komið til greina en að taka þátt í keppninni í fyrsta skipti með þeim.

 

StopWaitGo – höfundar lags og texta

Félagarnir Pálmi Ragnar Ásgeirsson, Ásgeir Orri Ásgeirsson og Sæþór Kristjánsson stofnuðu upptöku- og tónlistarframleiðslufyrirtækið StopWaitGo árið 2010. Þeir hafa átt talsverðri velgengni að fagna, til dæmis gerðu þeir lagið Disco Love með stúlknasveitinni The Saturdays sem komst hátt á breskum vinsældarlistum, og unnu með The Charlies að tónlist sem þær gáfu út Bandaríkjunum. Þeir hafa líka unnið mikið með Steinda og sáu um tónlistina í Áramótaskaupinu 2013, en lokalagið Springum út situr nú ofarlega á vinsældarlistum, bæði á Rás 2 og FM957. Ásgeir og Sæþór eru báðir einhleypir og á 24. aldursári en Pálmi, sem á kærustu og með henni tvær litlar kisur, varð 25 ára í þessum mánuði. Þessir upprennandi athafnamenn stunduðu allir nám við Verzlunarskóla Íslands og búa í Reykjavík.

Fyrstu lögin sem StopWaitGo sömdu fjölluðu flest um rokk og ról og unglingaþunglyndi og segja þeir að þau verði aldrei nokkurn tímann dregin fram í dagsljósið. Lagið Dönsum burtu blús sem teymið samdi fyrir Söngvakeppnina 2014, fjallar hins vegar um það að hætta öllu væli og almennri fýlu og yfirstíga svartsýni, áhyggjur og önnur vandamál með því að dansa bara og tvista .

Strákarnir fengu Sverri Bergmann til liðs við sig því þeir höfðu augastað á honum sem flytjanda frá því fyrsti hljómur lagsins var settur á blað. Þeim finnst Sverrir vera magnaður söngvari og töldu að þetta væri fullkomið tækifæri til að vinna með honum.

 

Dönsum burtu blús

Nóttin líður hjá og stoppar stutt
Það’ er á hreinu, trúðu mér og treystu
Burt með fýlusvip og brosið upp
Það’ er á hreinu, þú tapar engu

Strax í dag
Hristu burtu sorgir
Snúðu gæfunni þér í hag
Áhyggjurnar hverfa inn í nóttina

Og dönsum burtu blús
Þú skalt hreyfa þig og hrista
Taktu til við það að tvista
Dönsum burtu blús
Birtum til á bakvið tjöldin
Látum sporin taka völdin

Nanana
Woooow
Nanana
Yeeeah
Látum sporin taka völdin

Settu allar áhyggjur á bið
Það’ er á hreinu, trúðu mér og treystu
Og það ert þú! Þú! Þú!
Þú ert sú eina sem að snýrð þessu við
Strax í dag
Hristu burtu sorgir
Snúðu gæfunni þér í hag
Áhyggjurnar hverfa inn í nóttina

Og dönsum burtu blús
Þú skalt hreyfa þig og hrista
Taktu til við það að tvista
Dönsum burtu blús
Birtum til á bakvið tjöldin
Látum sporin taka völdin

Og við dönsum
Þú skalt hreyfa þig og hrista
Taktu til við það að tvista
Dönsum burtu blús
Birtum til á bakvið tjöldin