Dönsuðu Zumba til heiðurs páfa

29.10.2015 - 23:12
epa04999610 Pope Francis arrives to lead his Wednesday General Audience in Saint Peter's Square, Vatican, 28 October 2015.  EPA/CLAUDIO PERI
 Mynd: EPA - ANSA
Fangar í stærsta kvennafangelsi á Ítalíu stigu lauflétt Zumba-dansspor fyrir Frans páfa í dag. Úr hátölurum Rebibbi fangelsisins í Róm ómaði: „Í dag eru þið ekki ein. Frans er alls staðar. Halelúja, halelúja.“

„Páfi er popp“
Ásamt danshöfundinum Allesöndru Abbattista ákvað Igor Nogarotto í apríl síðastliðnum að skipuleggja dansatriði í kringum lagið sitt „Pope is Pop,“ eða „Páfi er popp,“ víðsvegar í höfuðborginni Róm. Hann óskaði þess að þeir sem tækju þátt í dansinum væru af hinum ýmsu þjóðernum, af ólíkum kynþáttum og aðhylltust ólík trúarbrögð.

Þvoði fætur fanganna
„Ég er ekki trúaður maður,“ segir Nogarotto. „En þessi páfi hefur ótrúlega útgeislun. Hann er auðmjúkur og stendur öllum mönnum nærri. Hann er ekki staðalímynd páfa.“ Frans páfi heimsótti Rebibbia fangelsið í apríl. Þar þvoði hann og kyssti fætur tólf fanga, sem er gamall kristinn siður og vísar í þegar Kristur þvoði fætur lærisveina sinna.

Dansinn veitir von
Fyrir konurnar í fangelsinu var dansinn kærkomin tilbreyting frá daglegu amstri fangelsislífsins. „Svona lagað veitir okkur von. Von um að við getum komist í gegnum þennan hræðilega kafla í okkar lífi og getum snúið til baka og hitt fjölskyldur okkar á nýjan leik,“ sagði Gisele, fangi frá Brasilíu. „Þegar við dönsum finnum við fyrir frelsi og hann veitir okkur hvatningu.“

Guðmundur Björn Þorbjörnsson
dagskrárgerðarmaður
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi