Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Dómar yfir fréttamönnum staðfestir

23.04.2019 - 09:05
epa07522263 (FILE) - (COMPOSITE) A composite image shows Reuters journalists Wa Lone (L) and Kyaw Soe Oo (R) outside the Insein township court in Yangon, Myanmar, 03 September 2018 (reissued 23 April 2019). According to media reports on 23 April 2019, the Supreme Court of Myanmar rejected the appeal of Wa Lone and Kyaw Soe Oo, two journalist employed by Reuters news agency who were sentenced to seven years in prison for allegedly violating the Official Secrets Act. The two journalists were working on an investigation into the murder of 10 Rohingya muslims during a military crackdown, when they were arrested in late 2017.  EPA-EFE/LYNN BO BO
Wa Lone (t.v.) og Kyaw Soe Oo.  Mynd: EPA-EFE - EPA
Hæstiréttur Mjanmar staðfesti í morgun dóma yfir tveimur fréttamönnum Reuters-fréttastofunnar. Þeir neðri dómstigum voru dæmdir í sjö ára fangelsi fyrir að hafa undir höndum leyniskjöl tengd aðgerðum hersins í Rakhíne-héraði. 

Mál þeirra Wa Lone og Kyaw Soe Oo hefur vakið heimsathygli og vakið mikla umræðu um frelsi fréttamanna og fjölmiðla.

Tvímenningarnir voru handteknir í desember 2017 en þá höfðu þeir verið að afla frétta um framgöngu hersins gegn Róhingjum í Rakhine.

Herinn var sakaður um mikla hörku, ofbeldi og fjöldamorð. Hundruð þúsunda höfðu flúið heimkynni sín, en um 740.000 manns flýðu yfir landamærin til Bangladess.

Fyrir umfjöllun sína fengu þeir Wa Lone og Kyaw Soe Oo Pulitzer-verðlaunin.

Þeir voru fyrst dæmdir í sjö ára fangelsi í undirrétti í september í fyrra og var dómurinn staðfestur á næsta dómstigi í janúar. Nú hefur hæstiréttur kveðið upp dóm sinn.

Samkvæmt lögum Mjanmar geta þeir fengið að fara með málið öðru sinni fyrir hæstarétt, en óvíst er hvort þeir geri aðra tilraun.