Athugið þessi frétt er meira en 7 ára gömul.

Döðlumarengskaka með súkkulaði og piparmyntu

17.12.2015 - 20:30
Mynd með færslu
 Mynd: Sagafilm
Þetta er ein af þessum ómótstæðilegu kökum á veisluborðinu. Hún er safarík, ljúffeng og lokkandi. Hún truflar blóðsykurinn ekki mikið og það finnst mér skipta svo miklu máli, því þá fær maður hvorki höfuðverk né þarf að leggja sig stuttu eftir að hafa gúffað í sig örfáum sneiðum!

Döðlumarengskaka með súkkulaði og piparmyntu

4 egg, aðskilin – hamingjusöm
100 g heslihnetur, saxaðar (ég kaupi frá Himneskri hollustu heilar og mala í blandaranum)
200 g dökkt súkkulaði, saxað (ég nota 100 g af 56% og 100 g af 70%)
200 g döðlur, saxaðar
1 dl fínt spelt
2 tsk. lyftiduft
1 ½ dl sæta (t.d. 1 dl kókospálmasykur & 1/2 dl lífrænt hlynsýróp)
20 dropar vanillu- eða karamellustevía – má sleppa
3-4 dropar piparmyntu ilmkjarnaolía (lífræn-hrein) – má sleppa
½ l þeyttur rjómi
1-2 þroskaðir bananar (til að setja á milli) – má sleppa
Ávextir/ber til að skreyta kökuna með

Hitið ofninn í 180°C.
Þeytið eggjahvíturnar mjög stíft – geyma þær svo til hliðar.
Saxa heslihnetur í blandara (eða með hníf!) – setja í skál.
Saxa súkkulaði í blandara – setja í sömu skál.
Skera döðlurnar í bita – setja í sömu skál.
Bæta speltinu & lyftiduftinu við í umrædda skál – blanda saman vel.
Þeyta saman eggjarauður, sætu og piparmyntu.
Blanda eggjarauðublöndunni við hnetu- og döðlusúkkulaðiblönduna.
Blanda eggjahvítunum saman við síðast, sæmilega varlega.
Setja í tvö form og baka hvort um sig í um 12 mínútur.
Er kakan hefur kólnað er annar botninn settur á kökudisk og bananasneiðum raðað ofan á. Næst kemur rjómi, svo hinn botninn, meiri rjómi og svo er hún skreytt með fullt af berjum og ávöxtum eftir smekk.

sigrunh's picture
Sigrún Hermannsdóttir