Athugið þessi frétt er meira en 2 ára gömul.

Dimma Ragnars meðal bóka ársins í Svíþjóð

Mynd með færslu
 Mynd: Bjartur

Dimma Ragnars meðal bóka ársins í Svíþjóð

24.04.2019 - 16:42

Höfundar

Dimma eftir Ragnar Jónasson er tilnefnd sem ein af bókum ársins hjá Bonnier-bókaklúbbnum í Svíþjóð.

Dimma eftir Ragnar Jónasson er á meðal tólf bóka sem tilnefndar eru sem bækur ársins hjá Bonnier-bókaklúbbunum.

Á meðal tilnefndra eru sex Svíar, tveir Bandaríkjamenn en Bretland, Japan, Frakkland og Ísland eiga sinn höfundinn hvert. Auk Ragnars Jónassonar eru tilnefnd Bengt Ohlsson, Carin Gerhardsen, Christoffer Carlsson, Maria Adolfsson, Jonas Gardell og Stina Jackson frá Svíþjóð, Hiro Arikawa frá Japan, Hannah Richell frá Bretlandi, Jennifer Egan og Min Jin Lee frá Bandaríkjunum og Leila Slimani frá Frakklandi.

Til verðlaunanna var stofnað árið 2016 og eru þau veitt á bókamessunni í Gautaborg í September. Ritstjórar Bonnier-forlaganna velja þær bækur sem koma til greina og eru þær frá öllum bókaútgáfum Svíþjóðar. Sérstök dómnefnd velur síðan tólf bækur úr þeim hópi og loks fá lesendurnir sjálfir tækifæri til að velja bestu bókina.

Forsendur verðlaunanna eru að bækurnar séu skrifaðar á góðu máli, persónusköpun sé sterk og sögusvið vel unnið. Bækurnar eiga einnig að höfða til breiðs hóps lesenda, vera sænskar eða þýddar skáldsögur, hvort heldur fagurbókmenntir eða spennusögur.

Glæpasaga Ragnars Jónassonar hefur að undanförnu vakið nokkra athygli. Nýverið bárust fréttir af því að til standi að gerð verði bandarísk sjónvarpsþáttaröð eftir henni. Bókin kom  fyrst út 2015 og hefur verið seld víða um heim.

 

Tengdar fréttir

Bókmenntir

Segir Agöthu hafa verið rólega fjölskyldukonu

Sjónvarp

Greg Silverman kaupir réttinn á bók Ragnars

Bókmenntir

Frábærlega byggð glæpasaga

Bókmenntir

Langbesta bók Ragnars Jónassonar