Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Dimma hristi ryðið úr rjáfri Bræðslunnar

Mynd: Rás 2 / RÚV

Dimma hristi ryðið úr rjáfri Bræðslunnar

27.07.2015 - 14:43

Höfundar

Bræðslan á Borgarfirði eystri var í þyngri kantinum í ár. Bræðslustjórinn, Áskell Heiðar Áskellsson, sagði fólk hafa fundið hvernig ryðið féll niður úr bitunum þegar hljómsveitin Dimma þandi böndin og sló á þunga strengi. „Það hristist allt og skalf.“

Sýnt var beint frá tónleikunum á RÚV.is.

Fram komu Bubbi Morthens, Dimma, Ensími, Lára Rúnars, Prins Póló og Valdimar.