Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Dimma fór norður og niður

Mynd:  / 

Dimma fór norður og niður

19.11.2018 - 13:54

Höfundar

Þungarokkssveitin Dimma var ein þeirra hljómsveita sem kom fram á tónlistarhátíð Sigur Rósar, Norður og niður í desember í fyrra. Sýnd verður upptaka frá tónleikum þeirra í kvöld kl. 22.20 á RÚV.

Norður og niður var yfirskrift tónlistarviðburðar hljómsveitarinnar Sigur Rósar sem haldin var í Eldborgarsal Hörpu í lok desember. Þar lék Sigur Rós á fernum tónleikum ásamt fjölmörgum listamönnum, erlendum jafnt sem innlendum.

Ein þeirra sveita sem þar komu fram var þungarokkssveitin Dimma sem hefur fyrir margt löngu stimplað sig inn sem ein vinsælasta þungarokkssveit landsins. Dimma þykir einnig með þeim allra öflugustu á sviði og eru tónleikar sveitarinnar oftar en ekki mikið sjónarspil. 

Tónleikar Dimmu á Norður og niður verða sýndir á RÚV í kvöld kl. 22.20. Hér að ofan má sjá flutning Dimmu frá sömu tónleikum á laginu Villimey af plötunni Vélraunum sem kom út 2017.