Deilt um laun lækna á Alþingi

09.12.2014 - 18:49
Mynd með færslu
 Mynd:
Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir að launahækkanir lækna uppá marga tugi prósenta ógni stöðugleikanum. spyr hvort það sé sanngjörn krafa að hækka laun lækna sem nemur einum meðallaunum fólksins í landinu, þar sem læknar hafi á bilinu 1.100 til 1.350 þúsund krónur í mánaðarlaun.

Yfirstandandi verkfall lækna er rætt nánast daglega á Alþingi, á því var engin undantekning í dag. Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna sagði á Alþingi í dag að sagði virðist sem heilbrigðiskerfið sé að bresta, biðlistar lengist og almenningur sé óttasleginn.

„Stöðugleiki verður ekki aðeins mældur í efnahagslegum stærðum. Það er gríðarlegur óstöðugleiki fólginn í því ef við skoðum það að heilbrigðisþjónustan riði hér til falls.“ Sagði Katrín.

 

Spyr hvort hækka eigi lækna um meðal mánaðarlaun

Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði afar brýnt að leysa deiluna sem fyrst. Hún snúist ekki bara um launatöfluna heldur vinnufyrirkomulag. Yfir 30 samningafundir hafi engum árangri skilað. Allir vilji gera eins vel við lækna og hægt sé en honum sé umhugað um stöðugleikann.

„Annað sem væri fróðlegt að taka með í þessa umræðu, svona í ljósi þess að almennur læknir á Landspítalanum er með um 1,1 milljón á mánuði í laun heildarlaun, og yfirlæknar með um 1350 þúsund í heildarlaun það má velta því fyrir sér hvort það sé sanngjörn krafa að það bætist við svona um það bil ein meðal mánaðarlaun fólks í landinu í þessari, í þessu skrefi í þessari kjarabaráttu.“ Sagði Bjarni á Alþingi.

Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi