Davíð Örn laus úr farbanni

26.03.2013 - 06:52
Mynd með færslu
 Mynd:
Davíð Örn Bjarnason sem handtekinn var í Tyrklandi í byrjun mars grunaður um að ætla að smygla fornmun úr landi er nú laus úr farbanni og er á leið til fjölskyldu sinnar hér á landi.

Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag. Fyrirtaka var í máli Davíðs Arnar fyrir tyrkneskum dómstól síðdegis í gær og  ákvað dómarinn að leysa Davíð Örn  úr farbanni. Hann þarf hins vegar að fara aftur til Tyrklands til að vera viðstaddur dómsuppkvaðningu.