Davíð Oddsson sér um Snapchat-reikning RÚV í dag. Þar er hægt að fylgjast með því hvað hann tekur sér fyrir hendur, en allir forsetaframbjóðendur fá RÚV-snappið í einn dag næstu virku daga.
Þeir sem eru með Snapchat geta skannað kóðann, sem hér fylgir, inni í forritinu eða einfaldlega leitað uppi notendanafnið ruvsnap. Snapchat er hægt að nálgast ókeypis í Google Play og Appstore.