Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

David Gilmour í Pompeii

Mynd með færslu
 Mynd: Rás 2

David Gilmour í Pompeii

18.04.2018 - 10:40

Höfundar

Í Konsert í kvöld förum við á tónleika með David Gilmour gítarleikara og söngvara úr Pink Floyd í forna rómverska útileikhúsinu í Pompeii.

Pompeii var rómversk borg nálægt þar sem borgin Napólí stendur nú. Í ágúst árið 79 eftir Krist grófst borgin ásamt borginni Herculaneum undir ösku í kjölfar mikils eldgoss úr eldfjallinu Vesúvíusi. Út af þessu varðveittist borgin á nákvæmlega sama veg og hún var þegar hún grófst undir. Árið 1748 var byrjað að grafa borgina upp en úr þeim uppgreftri hefur komið mikið af þekkingu nútímans um líf á tímum Rómverja. Borgin er á heimsminjaskrá UNESCO.

Og þarna fékk David Gilmour að halda tónleika fyrstur manna í júlí 2016. það hafði enginn opinber viðburður farið fram í Pompeii síðan fyrir eldgosið mikla í Vesuvíusi og þetta þótti allt soldið merkilegt og skemmtilegt.

Pink Floyd tók reyndar upp tónleikamynd í Pompeii árið 1971 en þar voru engir áhorfendur, bara hljómsveitin og upptökulið. Magnað engu að síður en David Gilmour fékk að halda tónleika í Pompeii.

Gilmour sem hefur lítið viljað gera varðandi Pink Floyd árum og áratugum saman sendi síðast frá sér sólóplötu 2015 og var að fylgja henni eftir í þessum túr sem hann fór 2015-2016 og  ég held að það sé alveg óhætt að segja að þessir tónleikar í Pompeii hafi verið hápunktur ferðarinnar.

Tónleikar Gilmour voru hljóðritaðir og myndaðir, sýndir í bíóhúsum og sjónavarpi og gefnir úr á DVD og Blue Ray með aukaefni ýmiskonar. En núna í kvöld heyrum við bara – sjáum ekki neitt, og á prógramminu hjá Gilmour eru lög bæði frá sólóferlinum úr smiðju Pink Floyd.

Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05

Umsjón: Ólafur Páll Gunnarsson
[email protected]

Tengdar fréttir

Tónlist

Jón og Friðrik og Eivør á HEIMA 2015

Tónlist

Verðlaunahafar í Húsdýragarði..

Tónlist

Blúshátíð 2008 rifjuð upp

Tónlist

Púlsinn - Njálsbúð - Sálin á Rás 2 1991-2005