Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Davíð brá sér í gervi Bubba kóngs í álverinu

14.06.2016 - 18:40
Mynd: rúv / rúv
Davíð Oddsson, forsetaframbjóðandi, er nú á ferð um Austurland og í hádeginu heimsóttu hann og kona hans, Ástríður Thorarensen, starfsmenn í álveri Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði. Davíð segist vera raunsær og bjartsýnn á lokametrum kosningabaráttunnar. Í álverinu sló hann á létta strengi og brá sér um stund í gervi Bubba kóngs sem hann lék á herranótt fyrir næstum hálfri öld. Rúnar Snær Reynisson fréttamaður RÚV á Austurlandi fylgdist með heimsókn Davíðs í álverið.

Hlýða má á viðtal Rúnars Snæs við Davíð Oddsson í spilaranum hér fyrir ofan. 

arnhildurh's picture
Arnhildur Hálfdánardóttir
Fréttastofa RÚV