23.05.2017 - 18:30

Höfundar

Það verður boðið upp á rokk og meira rokk í Skúrnum þriðjudaginn 23. maí kl 21:00 á Rás 2

Devine Defilement er 4 manna dauðametalband frá Selfossi, Hveragerði og Hafnarfirði. Hljómsveitin var stofnuð árið 2016 af Stefáni trommara og Árna gítarleikara sveitarinnar sem hliðarverkefni. Þeir sömdu tvö lög vikuna eftir stofnun og ákváðu að gera hliðarverkefnið að alvöru bandi. Til að fullkomnda sveitina fengu þeir í lið með sér Hermann sem söngvara og Snorra á bassa. Snorri var hinsvegar ráðinn nýlega eftir langa leit að bassaleikara. Fyrsta EP plata Devine Defilement, Depravity kom út 6. Desember 2016 á spotify, amazon, youtube og víðar. Vinna hófst á nýrri EP plötu í byrjun árs 2017 og er hún væntanleg.