Dapurt að þessi samtök skyldu velja .is

Mynd með færslu
 Mynd:

Dapurt að þessi samtök skyldu velja .is

12.10.2014 - 20:45
Jens Pétur Jensen, framkvæmdastjóri ISNIC, segist dapur yfir því að hafa þurft að loka léni í kvöld - í fyrsta skipti í sögu fyrirtækisins. Hann kveðst jafnframt dapur yfir því að samtök, sem kenna sig við Íslamskt ríki, skuli hafa valið .is - lén og á alveg eins von á því að samtökin reyni aftur.

Í yfirlýsingu ISNIC segir að um fordæmalausa aðgerð er að ræða, þar sem ISNIC hafi aldrei fyrr lokað léni vegna innihalds vefjar. Jens Pétur segir í samtali við fréttastofu að þeir hafi verið undir þrýstingi víða að.

Hann segir að það hafi verið lögfræðingur innan fyrirtækisins sem hafi fundið íslensk lög sem vísa í Evrópusamninginn frá árinu 1977 en þar er lagt blátt bann við stuðning við hvers konar hryðjuverkasamtök. „Við vorum því orðnir smeykir um að við yrðum kærðir fyrir að útvega sa,mtökunum þetta lén.“

Jens Pétur segir að þeir hafi séð þetta lén þegar það var stofnað í september en þeir hafi ekki vitað hvað ætti að nota það fyrir. Hann telur allt benda til þess að .is - endingin sé aðlaðandi í augum IS - samtakanna og ISNIC muni fylgjast með lénum sem beri keim af því að vera arabísk.

Framkvæmdastjórinn segist þó vera dapur yfir því að þurfa loka á lén - það hafi aldrei gerst í sögu fyrirtæksins. Hann kveðst einnig dapur yfir því að samtökin IS skuli hafa valið sér þetta lén.  

8.459 .is - lén voru skráð á síðasta ári og þau eru nú rúm fimmtíu þúsund. Jens Pétur segir því útilokað að fylgjast með öllum lénum sem stofnuð eru með þessari endingu - þau verði bara til í huga þess sem stofni slíkt lén, mannshöndin komi þar hvergi nálægt.

Tengdar fréttir

Deilur og stríð

ISNIC hefur lokað vef IS

Dóms- og lögreglumál

Ótækt að IS noti íslenskt lén

Deilur og stríð

Fundað í ráðuneytinu vegna vefsíðu IS

Stjórnmál

Hefði verið hægt að stöðva IS - síðuna