Dansarar hefja upp raust sína

Mynd:  / 

Dansarar hefja upp raust sína

08.02.2019 - 15:00

Höfundar

Íslenski dansflokkurinn frumsýnir verkið Um hvað syngjum við eftir belgíska danshöfundinn Pieter Ampe á stóra sviði Borgarleikhússins á föstudag. Þetta er óvenjulegt verk sem unnið er í náinni samvinnu við dansarana og ýtir þeim út fyrir þægindarammann, þar sem dans og söngur kallast á.

Belginn Pieter Ampe segist hafa samið verkið með því að spyrja dansarana hverjir þeir væru og bað þau að dansa ein á hverjum degi. „Að þau dönsuðu tilfinningarnar sem þau fyndu og það sem þau væru upptekin af í tilverunni. Frá þessum spuna völdum við ákveðin augnablik og það eru þau augnablik sem við sýnum.“

Mynd með færslu
 Mynd:

 Una Björg Bjarnadóttir segir ferlið hafa verið mjög einstaklingsmiðað. „Þetta hefur verið unnið út frá mjög persónulegri reynslu, bæði viðkvæmri og sterkri upplifun og verið á köflum mjög berskjölduð.“ Una upplifði sig einna berskjaldaðasta upplifði Ampe bað hópinn um að syngja, en söngur leikur stórt hlutverk í sýningunni. „Sem dansari er ég kannski vön að nota líkamann og er ekki jafn berskjölduð og þegar ég hef bara röddina. Þá verður maður svolítið opinn, maður sýnir svolítið inn í sálina.“

Fjallað var um Um hvað syngjum við í Menningunni. Horfa má á innslagið hér að ofan.

Tengdar fréttir

Jafnréttismál

Milljarður rís þurfti stærri sal í Hólmavík

Dans

Grátið yfir gæðum og ófögnuði á Dísablóti

Dans

Hvað er dansverk?

Dans

Íslenski dansflokkurinn sló í gegn í London