Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Danir setja hömlur á Airbnb

16.05.2018 - 20:34
Erlent · Airbnb · Evrópa
Danska þingið samþykkti í gær takmörk á heimagistingu. Nú er aðeins heimilt að leigja út heimili 70 daga á ári.

Í dag eru um 31.000 einstaklingar í Danmörku sem leigja út herbergi sín, hús eða íbúðir til ferðamanna. Þar til nú hafa ekki verið neinar hömlur á slíkri þjónustu en samkvæmt samþykkt þingsins frá því í gær er fólki heimilt að leigja út eignir sínar 70 daga á ári að hámarki. 

Nýju reglurnar svipa til laga um heimagistingu á Íslandi þar sem hámarksfjöldi er 90 dagar. Í Danmörku er 70 daga leyfið aðeins gefið ef þriðji aðili, Airbnb eða sambærileg fyrirtæki, gefur upp til skattayfirvalda leigutekjur og fjölda gistinátta.

Gefi þriðji aðili ekki upp upplýsingarnar þá er aðeins heimilt að leigja eignina í 30 daga á ári. Við það lækka einnig skattfrelsismörk úr sem nemur um 475.000 íslenskum krónum um 186.000. 

olofr's picture
Ólöf Ragnarsdóttir
Fréttastofa RÚV