Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Danir hafa valið besta lag Kim Larsen

Mynd með færslu
 Mynd: Skjáskot

Danir hafa valið besta lag Kim Larsen

04.10.2018 - 09:00

Höfundar

Lagið Om lidt hefur verið kjörið besta lag Kim Larsens af notendum vefs danska ríkisútvarpsins. Virtur gagnrýnandi vill meina að andlát Larsen hafi haft mikið um valið að segja.

Om lidt er besta lag Kim Larsen, segir meirihluti þeirra tæplega 30 þúsund manns sem völdu á milli 10 laga sem danska ríkisútvarpið valdi fyrir kosninguna.

17% völdu Om lidt frá 1986 og á hæla þess kom Kvinde min með 16% og þar á eftir Langebro, sem þrettán prósentum fannst það besta.

Arnar Eggert þeirra Dana, tónlistarblaðamaðurinn og gagnrýnandinn Jan Eriksen, segir að Om lidt sé vissulega gott lag en að andlát Larsens hafi haft áhrif á valið. „Venjulega vinnur Kvinde min eða Midt om natten svona vinsældakosningar, þannig að ég held að ástæðan sé að Om lidt er gríðarlega vinsælt jarðarfararlag,“ sagði Jan Eriksen.

Kim var leiður yfir örlögum Om lidt

Jan Eriksen vill líka meina að Kim Larsen heitinn hafi sagt í samtali við hann að hann væri leiður yfir því að lagið Om lidt væri notað sem jarðarfararlag, lagið sé um þunglyndi og leiðann þegar tónleikum lýkur. „En lagið er frábært, einfalt og grípandi með frábærum texta eins og svo mörg lög Kim Larsens,“ sagði Eriksen.

Lagið Om lidt hefur líka unnið svipaðar kosningar hjá tv2.dk og bt.dk. En hvað finnst þér? Taktu þátt í könnun hér fyrir neðan.

 

Tengdar fréttir

Tónlist

Ekki allra en allir kunnu að meta tónlistina

Tónlist

Kim Larsen látinn