Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Dalablóð, Vasaleikhús og Brúðumeistarinn

Bernd Ogrodnik brúðumeistari að störfum
 Mynd: Bernd Ogrodnik

Dalablóð, Vasaleikhús og Brúðumeistarinn

22.07.2016 - 10:47

Höfundar

Þennan föstudag, 22. júlí, er fjölbreytt efni í Skuggsjá, að vanda.

Vítisdans úr Eldfuglinum eftir Stravinský er Tónverk dagsins. Það er kynnt í upphafi þáttar og síðan flutt í lok þáttarins.

Tekið er hús á Guðrúnu Tryggvadóttur myndlistarmanni sem opnar afar sérstæða sýningu í Ólafsdal í Dalasýslu á morgun, laugardag. Sýningin tjáir formæður hennar í beinan kvenlegg með innsetningu  í sex herbergjum á 2. hæð skólahússins í Ólafsdal. 

Bernd Ogrodnik er heimsfrægur brúðuleikhúsmaður sem hefur búið hér á Íslandi um langt árabil. Hann hefur glatt unga og aldna Íslendinga árum saman með list sinni. Síðustu árin hefur hann rekið brúðuleikhúsið Brúðuloftið í Þjóðleikhúsinu. Við tökum hús á Bernd í Skuggsjá í dag.

Á föstudögum kemur Vasaleikhús Þorvaldar Þorsteinssonar í heimsókn. Að þessu sinni flytur leikhúsið tvö vasaleikrit: Farþegi og flugfreyja ræða saman og  Prestur ræðir við fanga fyrir líflát.