Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Dagvaktin á Iceland Airwaves - þriðji hluti

Mynd með færslu
 Mynd: Hilmar Kári Hallbjörnsson - Canon Mark 1D X

Dagvaktin á Iceland Airwaves - þriðji hluti

04.11.2016 - 11:10

Höfundar

Í dag er þriðji í Airwaves og leikar enn að æsast. Við sendum út, eins og undanfarna daga, frá Slippbarnum á Hótel Marina þar sem Matthías Már tekur á móti gestum og Doddi stjórnar útseningu frá Efstaleitinu.

VIð heyrum Mugison og Úlf Úlf syngja og spjalla en þeir mættu í Airwavesgleði Þórðar og þorsteins í gær og óhætt að menn hafi verið í spariskapinu.

Pétur Ben kíkir í heimsókn og hver veit nema að hann taki lagið í beinni útsendingu.

Una Stefánsdóttir ætlar að syngja og spjalla og sigurvegarar Musik tilrauna 2016, Hórmónar segja okkur allt það létta.

Davíð Berndsen segir okkur skemmtilegar sögur úr lífi sínu.

Poppfræðingarnir Arnar Eggert Thoroddsen og Andrea Jóns fara yfir það sem þau telja hvað merkilegast á hátíðinni.

Eins og síðustu daga verður það Airwaves tónlistin sem hljómar, gömul og ný, lifandi og ..... látin?