Dagur B. í Morgunþættinum

26.03.2020 - 06:46
Borgarstjórinn í Reykjavík er meðal gesta í sameiginlegum morgunþætti Rásar 1 og Rásar 2, sem einnig má horfa á í sjónvarpinu og hér á vefnum.

Díana Óskarsdóttir forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands verður á línunni, en Suðurland er sá landshluti þar sem flest Covid-19 smit hafa greinst og þar eru flestir í sóttkví - á eftir höfuðborgarsvæðinu. 

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri í Reykjavík kemur í þáttinn til að ræða viðbrögð og aðgerðir borgarinnar við ástandinu sem nú er uppi. 

Bogi Ágústsson sest við Heimsgluggann og ræðir um viðbrögð Norðurlandanna við Covid-19 faraldrinum. 

Unnur Sverrisdóttir forstjóri Vinnumálastofnunar segir frá umsóknum um hlutabætur, en opnað var fyrir slíkar umsóknir í gær. Mikið mun mæða á Vinnumálastofnun á næstunni. 

Anna Sigríður Þráinsdóttir verður svo með okkur í lok þáttar með málfarshorn, en meðal þess sem hún mun ræða er hvers vegna margir segja samgöngubann þegar þeir ætla að segja samkomubann. 

thorunneb's picture
Þórunn Elísabet Bogadóttir
dagskrárgerðarmaður
Morgunþáttur Rásar 1 og 2