Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Dagbækur kvenna eru vinsælar heimildir

Mynd: Halla Harðardóttir / Halla Harðardóttir

Dagbækur kvenna eru vinsælar heimildir

28.12.2017 - 11:44

Höfundar

Dagbækur kvenna miðla annarskonar þekkingu á fortíðinni. Rakel Adolphsdóttir safnstjóri Kvennasögusafns Íslands leiddi Víðsjá um safnið.

„Eitt af því sem mér finnst hvað verðmætast hér á safninu eru dagbækurnar. Allt sem inniheldur einhverskonar heimildir um viðhorf sem þú finnur ekki í öðrum heimildum. Og þessar bækur eru líka eitt af vinsælasta efninu hér,“ segir Rakel Adolphsdóttir safnstjóri Kvennasögusafns Íslands. Þangað sækir fjöldi fræðimanna og blaðamanna heimildir.

Víðsjá heimsótti safnið og fékk að gramsa í konfektkössum og öðrum óvenjulegum hirslum sem hafa að geyma sögu kvenna.

Processed with VSCO with av4 preset
 Mynd: Halla Harðardóttir
Mynd með færslu
 Mynd: Halla Harðardóttir

Kvennasögusafn Íslands hefur starfað sem sérstök eining innan Landsbókasafns Íslands-Háskólabókasafns í Þjóðarbókhlöðu frá árinu 1996 og er staðsett á 1. hæð þess. Safnið var stofnað 1. janúar árið 1975. Að stofnun þess stóðu Anna Sigurðardóttir, Else Mia Einarsdóttir og Svanlaug Baldursdóttir.

Mynd með færslu
 Mynd: Halla Harðardóttir

Rakel bendir á, í viðtalinu sem má heyra í spilaranum hér að ofan, að í Þjóðarbókhlöðunni eru skjöl tengd konum aðeins 20% af skjölum Landsbókasafnsins.

„Það er svo mikilvægt að varðveita þessi skjöl sem heimild fyrir framtíðina, þannig að við höfum margskonar þekkingu á fortíðinni. Ég hvet alla sem vilja að afhenda efni hingað inn til okkar.“

Mynd með færslu
 Mynd: Halla Harðardóttir