Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Dæma það sem ekki þarf að dæma

Mynd: Dómsdagur / Dómsdagur

Dæma það sem ekki þarf að dæma

16.08.2018 - 12:49

Höfundar

Dómsdagur er nýtt hlaðvarp þar sem allir mögulegir og ómögulegir hlutir eru teknir til skoðunar og dæmdir. Gyllinæð, heiðlóur og kex eru meðal þess sem stjórnendur hlaðvarpsins hafa fellt inn í stigveldi stjörnugjafarinnar.

Þrír félagar spurðu hvers vegna það þyki sjálfsagt að gagnrýna kvikmyndir og bækur en ekki hluti eins og rafmagn og kvef? Því vildu þeir breyta og til varð hlaðvarpið Dómsdagur. Þar sameina Baldur Ragnarsson, Haukur Viðar Alfreðsson og Eggert Hilmarsson krafta sína og dæma hluti sem hingað til hefur ekki þótt ástæða til að dæma. Rætt var við Baldur og Hauk í Morgunútvarpi Rásar 2.

Hugmyndin að hlaðvarpinu varð til hjá Baldri. „Mér fannst það fyndin hugmynd, að taka hluti sem hafa aldrei verið gagnrýndir og gefa þeim stjörnur.“ Hann segir að stjörnukerfið sé nákvæmt og það megi gefa heilar og hálfar stjörnur frá núll og upp í fimm. 

Mynd með færslu

„Við vitum ekkert um það sem við erum að dæma yfirleitt. Mér finnst mikilvægt að fólk viti að við erum málsvarar almúgans,“ segir Haukur Viðar. Baldur segir að allt sé þetta til gamans gert og í raun afsökun fyrir því að hitta vini sína reglulega,  „en það virðist alveg vera fólk þarna úti að hlusta,“ bætir hann við. „Það getur verið gaman, en það er ekki skilyrði.“

Hlaðvarpið er vissulega lýðræðislegt og geta hlustendur lagt til umræðuefni á Facebook-síðu þess og gefið einkunnir. Áhugasamir geta gengið að nýjum Dómsdegi vikulega á hverjum mánudegi. Hægt er að sækja þá á vef hlaðvarpsins og Spotify.

Tengdar fréttir

Menningarefni

Hver myrti Benazir Bhutto?

Menningarefni

7 hlaðvarpsþættir í sumarfríið

Menningarefni

Margbrotið eðli mannsins í Skítabæ

Menningarefni

Ungt fólk hefur ekki efni á að vera til