
Daði leiðir Framsókn í Sandgerði og Garði
10 konur og 8 karlar skipa 18 efstu sætin framboðslista Framsóknarflokksins og óháðra í sveitarfélögunum. Þrjár konur eru í efstu fjórum sætum listans. Daði Bergþórsson, núverandi bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Sandgerði leiðir listann. Listi flokksins lítur svona út:
1. Daði Bergþórsson, bæjarfulltrúi og deildarstjóri
2. Álfhildur Sigurjónsdóttir, varabæjarfulltrúi og tollmiðlari
3. Thelma Dögg Þorvaldsdóttir, myndmenntakennari
4. Erla Jóhannsdóttir, grunnskólakennari
5. Eyjólfur Ólafsson, varabæjarfulltrúi og rafeindavirkjameistari
6. Úrsúla María Guðjónsdóttir, laganemi
7. Guðrún Pétursdóttir, flugverndarstarfsmaður
8. Unnar Már Pétursson, vaktstjóri
9. Jóna María Viktorsdóttir, þjónustufulltrúi
10. Jónas Eydal Ármannsson, framhaldsskólakennari
11. Aldís Vala Hafsteinsdóttir, viðskiptafræðinemi
12. Sigurjón Elíasson, tækjastjóri
13. Berglind Mjöll Tómasdóttir, varabæjarfulltrúi og vaktstjóri
14. Bjarki Dagsson, kerfisstjóri
15. Hulda Ósk Jónsdóttir, verkstjóri
16. Jón Sigurðsson, bóndi
17. Ólöf Hallsdóttir, húsmóðir
18. Guðmundur Skúlason, bæjarfulltrúi og aðstoðarvarðstjóri