Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Daði keppir í mótorhjólakappakstri

Mynd: Daði Freyr og Árný Fjóla / Daði Freyr og Árný

Daði keppir í mótorhjólakappakstri

27.02.2018 - 14:17

Höfundar

Innflytjendur í heimabæ Árnýjar Fjólu og Daða Freys í Kambódíu eru duglegir halda hópinn og efndu til mótorhjólakappaksturs. Okkar fólk tók að sjálfsögðu þátt.

Um er að ræða reglulegan viðburð hjá innflytjendum í Kampot. Kappaksturinn heitir Moto Mayhem IV sem er einskonar kvartmílukeppni, nema aðeins 100 metrar. 

Keppnin fer þannig fram að tvær ökuþórar á mótorhjólum keppast um hvor þeirra kemst fyrr í mark í 100 metra akstri á grasflöt. Keppt var á nýja ólympíu leikvangi Kampot, en völlurinn er yfirgefinn og er vanalega notaður sem beitarsvæði fyrir kýr. Eldri ólympíu leikvangur Kampot er enn í fulltri notkun.   Í þættinum má sjá Árnýju flagga af fullum krafti og Daða gefa hressilega í á hjólinu. En nægir það honum til að sigra?

Tengdar fréttir

Menningarefni

Árný og Daði skoða fiðrildabúgarð

Menningarefni

Daði býr til lag úr innsendum hljóðum

Menningarefni

Árný og Daði skoða friðaða fugla