Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Daði Freyr í nýjum íslenskum tölvuleik

Mynd með færslu
 Mynd: Rosamosi - Neon Planets

Daði Freyr í nýjum íslenskum tölvuleik

21.09.2017 - 10:57

Höfundar

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr er í aðalhlutverki í tölvuleiknum Neon Planets sem kemur út á morgun. Leikurinn inniheldur þrjú glæný lög frá Daða, sem vinnur þessa dagana að sinni fyrstu breiðskífu, og er því einskonar blanda af gagnvirkri tónlistarútgáfu og tölvuleik.

Það er íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Rosamosi ehf. sem framleiðir Neon Planets, en fyrirtækið hefur áður getið sér gott orð fyrir tónlistartölvuleikinn Mussila, sem ætlaður er börnum. Fyrirtækið gerði fyrir skömmu samning við bresku leikfangaverslanakeðjuna Hamleys um þróun og dreifingu á tónlistarnámskeiðum sem byggja á Mussila vörumerkinu.

Neon Planets á að höfða til eldri spilara en tónlist er einnig lykilatriði leiksins. Tónlistarmaðurinn Daði Freyr, sem sló eftirminnilega í gegn í Söngvakeppninni fyrr á árinu, er í aðalhlutverki í leiknum og inniheldur hann þrjú ný lög frá Daða. „Má í rauninni segja að hér sé um að ræða einskonar blöndu af gagnvirkri tónlistarútgáfu og tölvuleik,“ segir í tilkynningu frá Rosamosa.

Í leiknum slæst spilarinn í för með tónlistarmanninum geðþekka með það að markmiði að næla í nótur sem vantar til að fullkomna lögin. Neon Planets verður fáanlegur fyrir Apple snjalltæki í App Store, og fyrir Android tæki í Google Play frá og með morgundeginum.

Tengdar fréttir

Innlent

Íslenskt leikjafyrirtæki semur við Hamleys

Mynd með færslu
Tónlist

Næsta skref frá Daða Frey

Tónlist

Daði slær í gegn með nýrri útgáfu af Paper

Íslenskur tónlistartölvuleikur fyrir börn