Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Daði býr til lag úr umhverfishljóðum

Mynd:  / 

Daði býr til lag úr umhverfishljóðum

30.01.2018 - 10:20

Höfundar

Árný og Daði fara í leiðangur upp í Bokor fjall. Þar taka þau upp ýmis hljóð þar á meðal frá kambódískum hljóðfærunum Skor trommu og Kong Toch klukkuspil sem Árný fékk að meðhöndla.

Daði tónlistarmeistari með meiru bjó svo til lag úr hljóðum fjallsins. Í þessum þætti fáum við að fylgjast með því ferli og fáum innsýn í náttúru og menningu Kambódíu í leiðinni.

Í næsta tónlistarþætti ætlar Daði að búa til lag úr aðsendum hljóðum og hann óskar því eftir að fólk sendi honum stutta hljóðbúta u.þ.b. 10 sekúndna langa. Fresturinn til að senda hljóðin er þriðjudagurinn 6. febrúar. Bútana má senda á netfangið [email protected].