Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Daði býr til lag úr húshljóðum

Mynd:  / 

Daði býr til lag úr húshljóðum

05.01.2018 - 15:24

Höfundar

Árný og Daði eru búin að koma sér fyrir í húsinu sínu og könnuðu bókstaflega hljóðið í því. Þau tóku upp allskonar hljóðprufur bæði í húsinu og í bakgarðinum. Daði tónlistarmeistari með meiru lagaði til hljóðin og bjó til lag úr þeim. Í þessum þætti sýnir hann hvernig hann vinnur að tónlist bara með því að nota hljóðin í kringum sig.

Þetta er fjórði þáttur í seríunni þar sem Árný og Daði Freyr leyfa áhorfendum, á vef RÚV og Facebook síðu RÚV, að fylgjast með ævintýrum sínum og hversdegi í Kambódíu.