Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

D- og B-listar áfram í meirihluta á Dalvík

Mynd með færslu
 Mynd: Katrín Sigurjónsdóttir
B-listi Framsóknar- og félagshyggjufólks og D-listi Sjálfstæðisfélags Dalvíkurbyggðar og óháðra skrifuðu í dag undir meirihlutasamstarf í bænum til næstu fjögurra ára. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur hafa verið í meirihluta í bænum undanfarið kjörtímabil. Katrín Sigurjónsdóttir, oddviti B-lista, verður sveitarstjóri og tekur við af síðasta oddvita listans, Bjarna Th. Bjarnasyni.

Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, oddviti D-lista, verður forseti sveitarstjórnar og formaður byggðarráðs verður Jón Ingi Sveinsson, B-lista. B-listi fékk þrjá menn kjörna í kosningunum á laugardag, D-listi tvo menn og J-listi, óháð framboð, fékk tvo menn kjörna.

Í tilkynningu frá listunum segir að langtímamarkmið sé að fjölga íbúum sveitarfélagsins. Þá verði umhverfismál og málefni Dalbæjar og eldri borgara áhersluatriði á kjörtímabilinu. Oddvitar listanna samstarfssamninginn við Dalbæ, heimili aldraðra klukkan 17 dag.

 

stigurh's picture
Stígur Helgason
Fréttastofa RÚV