Tilkynnt var í morgun að Jeremy Corbyn hefði verið kjörinn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi með miklum yfirburðum. Hann fékk tæp 60% atkvæða í fyrstu umferð leiðtogakjörsins. Corbyn var elsti og vinstrisinnaðasti frambjóðandinn af þeim fjórum sem sóttust eftir leiðtogaembættinu.