Athugið þessi frétt er meira en 6 ára gömul.

Corbyn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins

12.09.2015 - 10:52
epa04926659 Labour Party leader candidate Jeremy Corbyn (R) arrives for a Labour special conference in London, Britain, 12 September 2015. Labour is to announce a new leader on 12 September.  EPA/ANDY RAIN
 Mynd: EPA
Tilkynnt var í morgun að Jeremy Corbyn hefði verið kjörinn nýr leiðtogi Verkamannaflokksins í Bretlandi með miklum yfirburðum. Hann fékk tæp 60% atkvæða í fyrstu umferð leiðtogakjörsins. Corbyn var elsti og vinstrisinnaðasti frambjóðandinn af þeim fjórum sem sóttust eftir leiðtogaembættinu.

Verkalýðssamtökin Unite og Unison lýstu yfir stuðningi við Corbyn í sumar. Corbyn sem er úr vinstri armi Verkamannaflokksins. Hann hefur sagt að ef hann yrði kjörinn myndi hann beita sér fyrir hágæða þjónustu í almannaþágu í stað niðurskurðar, einkavæðingar og láglaunastefnu núverandi stjórnvalda.

Tom Watson, þingmaður fyrir kjördæmið West Bromwich austur, var kosinn varaleiðtogi flokksins.

Guðjón Helgason
Fréttastofa RÚV