
Clinton gerir upp tapið, Trump tístir um nótt
Clinton sagðist, með öllu, axla ábyrgð á ósigrinum þar sem hún hafi verið á kjörseðlinum. Hún sé meðvituð um þá agnúa sem voru á kosningabráttu hennar sem og eigin bresti en hún sagðist þá engu að síður hafa verið með afgerandi forystu þegar Rússar láku upplýsingum til WikiLeaks sem sáðu efasemdafræjum í huga kjósenda. Þá taldi hún að bréf James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar, einnig hafa sett strik í reikninginn.
Þannig sagði Clinton að hún hefði siglt sigrinum í höfn ef Bandaríkjamenn hefðu gengið til kosninga 27. október. Atburðarás síðustu daga fyrir kosningar hafi skipt sköpum fyrir útkomuna og raunar haft úrslitavald um að hún hafi að lokum tapað.
Clinton er í óðaönn að skrifa bók sem, að hluta, er helguð ósigri hennar í kosningunum. Í henni gerir hún upp tapið gegn keppinauti sínum og núverandi Bandaríkaforseta, Donald Trump.
Bandaríkjaforseti bregst við í tísti
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, fann sig knúinn til að bregðast við ummælum Clinton í nokkrum tístum að næturlagi. Á samskiptaforritinu Twitter sagði hann James Comey-málið hafa verið það besta sem komið hefði fyrir Clinton því það dró athygli fólks frá öðrum hennar illverkum. Hann bætti síðan um betur og kallaði Clinton falska.
Í öðru tísti sagði Trump: „...Trump/Rússlandssagan var afsökun Demókrata fyrir tapinu. Kannski að Trump hafi bara háð frábæra kosningabaráttu?“
...Trump/Russia story was an excuse used by the Democrats as justification for losing the election. Perhaps Trump just ran a great campaign?
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017
FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017