Cleveland Austurdeildarmeistarar

epa04769510 Cleveland Cavaliers players celebrate after the Cavaliers defeated the Atlanta Hawks in the NBA Eastern Conference Finals game four at Quicken Loans Arena in Cleveland, Ohio, USA, 26 May 2015.  The Cavaliers won the series and will face either
 Mynd: EPA

Cleveland Austurdeildarmeistarar

27.05.2015 - 04:15
Cleveland Cavaliers urðu í nótt meistarar Austurdeildar NBA deildarinnar í körfuknattleik og tryggðu sér um leið sæti í úrslitaeinvíginu. Þeir unnu fjórða leik sinn gegn Atlanta Hawks með þrjátíu stiga mun, 118-88, og einvígið þar með 4-0.

Atlanta var með bestan árangur allra liða í Austurdeildinni fyrir úrslitakeppnina en þegar á hólminn var komið reyndist Cleveland, með LeBron James innanborðs, allt of sterkt.

James var stigahæstur allra í nótt með 23 stig auk þess sem hann tók níu fráköst og gaf 7 stoðsendingar. J.R. Smith kom næstur honum í liði Cleveland með 18 stig og 10 fráköst. Jeff Teague skoraði 17 stig fyrir Atlanta.

Leikmenn Cleveland bíða nú átekta í einvígi Golden State Warriors og Houston Rockets, en þau mætast í fimmta sinn næstu nótt á heimavelli Golden State. Þar geta heimamenn tryggt sér Vesturdeildartitilinn í fyrsta sinn í fjörutíu ár.