Athugið þessi frétt er meira en 5 ára gömul.

Chris Brown handtekinn

FILE - In this June 7, 2015, file photo, rapper Chris Brown performs at the 2015 Hot 97 Summer Jam at MetLife Stadium in East Rutherford, N.J. Authorities said officers responded to singer Brown's Los Angeles home early Tuesday, Aug. 30, 2016, after
 Mynd: AP

Chris Brown handtekinn

31.08.2016 - 01:14

Höfundar

Söngvarinn Chris Brown var handtekinn á heimili sínu í Los Angeles í kvöld, vegna gruns um vopnaða árás. Lögreglan hafði þá setið um heimili hans í nokkra klukkutíma.

Lögreglan fór að heimili Browns eftir að kona hélt því fram að rapparinn hefði beint að henni byssu. Brown birti myndbönd á samfélagsmiðlum, þar sem hann neitaði að hafa brotið af sér og ögraði lögreglu. 

„Þegar þið fáið heimild fyrir því sem þið þurfið að gera, munið þið ganga hérna inn og þið munuð ekki sjá neitt, fíflin ykkar“ sagði Chris í einu myndbandanna.

Brown var svo handtekinn rétt eftir 22 að íslenskum tíma og fluttur til yfirheyrslu.

Söngvarinn, sem komst á topp vinsældalista í Bandaríkjunum með lög eins og Run It! og Kiss Kiss, hefur í nokkur ár reglulega komist í kast við lögin, þekktast þegar hann var dæmdur árið 2009 fyrir barsmíðar á þáverandi kærustu sinni, söngkonunni Rihönnu.