Charlie Sheen í það heilaga á Íslandi?

Mynd með færslu
 Mynd:

Charlie Sheen í það heilaga á Íslandi?

05.01.2014 - 17:45
Charlie Sheen birti í kvöld mynd af sér og kærustu sinni fyrir utan Höfða á twitter-síðu sinni. Sheen útskýrði fyrir aðdáendum sínum að þetta væri sama hús og leiðtogafundur Reagans og Gorbatsjov hefði farið fram og þar sem „S og I“ hefðu látið pússa sig saman.

Þegar flettt er í gegnum twitter-síðu Sheens kallar leikarinn kærustu sína, Brett Rossi, „S“ á twitter. Aðdáendur leikarans á Twitter vita ekki alveg í hvorn fótinn þeir eiga að stíga í athugasemdakerfinu heldur spyrja Sheen kurteislega hvort þetta sé rétt - að hann hafi gift sig á Íslandi. Leikarinn hefur þó engu svarað.

Þetta er í annað sinn á þessu ári sem Sheen heimsækir Ísland. Hann var hér á landi fyrr í sumar og birti síðan mynd af sér og kærustu sinni fyrir framan skilti á Reykjanesbrautinni þar sem gestir eru boðnir velkomnir í álfabæinn Hafnarfjörð.