Athugið þessi frétt er meira en 8 ára gömul.

Camillas lange netter eftir Monu Hövring

Mynd með færslu
 Mynd:

Camillas lange netter eftir Monu Hövring

12.09.2014 - 16:34
Bók Monu Hövring önnur af bókunum tveimur sem Norðmenn tilnefna til Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs 2014 er aðeins öðrum þræði eftir Monu Hövring. Hér er á ferðinni nokkurs konar endurvinnsla eða „remix“ af sjálfsævisögulegu verki norska rithöfundarins og kvenréttindakonunnar Camillu Collett.

Í bók sinni endurraðar Mona Hövring textum bókarinnar Lange netter eftir Camillu Collett sem kom út fyrir um það bil 150 árum. Mona Hövring sendi frá sér sína fyrstu bók árið 1996. Þetta var ljóðabókin IIK?? Dialog þar sem hún stefnir saman tveimur sögulegum persónum, forngrísku skáldunum  Neobulé og Arkhilokhos frá Paros. Fleiri ljóðabækur fylgdu í kjölfarið og árið 2004 kom svo fyrsta skáldsagan Noe som hjelper og svo Venterommet i Atlanteren árið 2012. Sama ár fékk Mona Språklig sammlings literaturpris en þau verðlaun eru einkum veitt höfundum fyrir nýsköpun í beitingu tungumálsins í skáldskap sínum.

Camilla Collett fæddist hins vegar árið 1813, hún ólst upp í Eidsvoll í hópi fimm systkina. Hún hlaut ágæta menntun og byrjað ung að feta sinn listræna veg. Hún gaf út sína fyrstu bók Amtmanden´s döttre undir dulnefni árið 1854. Síðari verk Camillu Collett eru flest sjálfsævisöguleg hvort heldur sem um er að ræða dagbókarbrot eða bréfa – og greinasöfn. Hún telst til frumkvöðla raunsæisbókmennta í Noregi og er álitin fyrirmynd Noru í leikriti Henriks Ibsen Brúðuheimilið.