Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Byrja að sprengja í Dýrafirði

15.10.2018 - 14:46
Mynd með færslu
 Mynd: Karl Sigtryggsson - RÚV
Áætlað er að byrja að sprengja Dýrafjarðargöng í Dýrafirði á miðvikudaginn, 17. október, en greftri lauk í Arnarfirði 22. september. Undanfarið hefur verið unnið að því að flytja búnað milli fjarða, til dæmis steypustöð og borvagn. 

 

Nú hafa verið grafnir 3.657,6 metrar sem eru 69 prósent af heildarlengd ganganna. Keppst var að því að ná upp á hábungu ganganna áður en flutningar hæfust úr Arnarfirði í Dýrafjörð og látið gott heita þegar 27,5 metra vantaði upp á. Reynt er að grafa göngin upp í móti meðal annars til að ekki þurfi að dæla borvatni út.