Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

„Bylting er bara merkimiði“

Mynd: Rúv / Rúv

„Bylting er bara merkimiði“

03.04.2019 - 12:42

Höfundar

Sýning myndlistarmannsins Steingríms Eyfjörð, Megi þá helvítis byltingin lifa, opnaði nýverið í Hverfisgalleríi. Sýningin er poppaðri en fyrri sýningar hans, en titillinn er vísun í pistil Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar.

„Þegar þessi yfirlýsing frá Sólveigu Önnu birtist síðasta haust fannst mér hún sögulega sérstök en þó ekki beint byltingaryfirlýsing. Það verður engin bylting og þetta eru ekki þau skilaboð,“ segir Steingrímur.

Stíll og efnistök Steingríms í gegnum tíðina eru fjölbreytt en hann hefur meðal annars sótt innblástur í þjóðsögur, trúarbrögð og tísku. Steingrímur segir efniviðinn að þessu sinni eiga vel við núna en sýninguna poppaðri en fyrri sýningar hans. Hann bendir þó á að þrátt fyrir titilinn sé enginn sérstakur byltingarandi í henni.

„Ég veit hreinlega ekki alveg hvað byltingarandi er lengur. Neyslumenningin hefur gleypt byltinguna. Um þessar mundir er sífellt verið að hrinda af stað nýrri byltingu í hönnun, tísku og þar fram eftir götunum. Bylting er bara merkimiði.“

Á sýningurnnin eru verk sem Steingrímur hefur unnið að upp á síðkastið og hann líkir opnuninni við plötuútgáfu popphljómsveitar. „Á sýningunni má til dæmis sjá verk sem ég sýndi áður hjá Helga Friðjóns á Gallerí gangi, svo segja mætti að ég hafi nú þegar gefið hana út sem smáskífu.“ 

Ýmis kunnugleg orð birtast áhorfendum í sýningunni, til dæmis: dráttarvextir, tilkynningagjald, innheimtuviðvörun og þjónustugjald. Aðspurður um orðavalið svarar listamaðurinn: „Þetta eru allt orð og orðasambönd sem vekja líkamleg viðbrögð og valda sjokki. Þetta er bara mitt innlegg í umræðuna.“

Guðni Tómasson ræddi við Steingrím í Víðsjá.

Tengdar fréttir

Myndlist

Ef það er á HönnunarMars, þá er það hönnun

Myndlist

Stofna Dieter Roth safn í Angró á Seyðisfirði

Myndlist

Minning um tíma þegar Ísland varð framandi

Myndlist

Draugagangur í Gamma