Byggja brýr með tómstundaiðkun

20.11.2018 - 22:46
Mynd:  / 
Alþjóðlegt verkefni sem miðar að því að brúa bil milli barna af ólíkum uppruna með tómstundum hefur verið innleitt á nokkrum stöðum hér á landi. Markmiðið með því er að öll börn upplifi sig sem hluta af hópnum.

Verkefnið hefur verið innleitt í Bretlandi, Ástralíu, Belgíu, á Indlandi og víðar. Hér á landi kallast það Tuff Ísland og hefur þegar verið innleitt í Breiðholti og víðar í Reykjavík, og er á dagskrá á Akureyri og Ísafirði. Kópavogur hefur tekið það upp og stendur nýjum iðkendum til boða að æfa ókeypis í þrjá mánuði hjá nokkrum íþróttafélögum þar í bæ. 

„Tuff Kópavogur eða Töff eins og við segjum gengur út á það að við erum að reyna að ná til þeirra barna og unglinga sem eru ekki að stunda neinar íþróttir eða tómstundir og hvetja þau til þátttöku og með því að stunda íþróttir í samstarfi við íþróttafélög hér í bænum í þrjá mánuði,“ segir Amanda Karima Ólafsdóttir, deildarstjóri frístundadeildar Kópavogs.

Mynd með færslu
Shamender Talwar, félagssálfræðingur og meðstofnandi TUFF. Mynd:

Kennarar, þjálfarar, börn og allir sem vinna með börnum eru hvattir til að kynna tómstundir fyrir börnum sem sökum félagslegra eða efnahagslegra aðstæðna hafa ekki haft tækifæri til þess að taka þátt.  „Ný alda af fólki kemur nú til Íslands og það er áríðandi að við hjálpum þessu fólki að aðlagast íslensku þjóðfélagi,“ segir Shamender Talwar, félagssálfræðingur og meðstofnandi Tuff. Hann, ásamt Hrund Hafsteinsdóttur, stofnaði Tuff Ísland. „Við sameinum alla, fjölskyldur innflytjenda og íslenskar fjölskyldur og smíðum saman þessa brú til þess að allir geti orðið hluti af íslensku fjölskyldunni og þjóðfélaginu hér,“ segir hann.  

dagnyhe's picture
Dagný Hulda Erlendsdóttir
Síðast:
Þessi þáttur er í hlaðvarpi