Athugið þessi frétt er meira en 4 ára gömul.

Byggði stuttmyndina á persónulegri reynslu

Byggði stuttmyndina á persónulegri reynslu

17.02.2019 - 19:55

Höfundar

Stuttmyndin Skuggalönd var sigursæl á Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna í dag og hlaut verðlaun fyrir kvikmyndatöku, leik og var valin besta myndin.

Mynd Huldu Heiðdal Hjartardóttur úr Borgarholtsskóla vann þrenn verðlaun á kvikmyndahátíðinni. Myndin er lokaverkefni Huldu á kvikmyndabraut skólans og er byggð á persónulegri reynslu leikstjórans af andlegum veikindum. 

Þetta er í fimmta sinn sem hátíðin fer fram. Fjórtán myndir kepptu til verðlauna, sem voru ekki af verri endanum, meðal annars vikunámskeið hjá New York Film Academy. Kvikmyndahátíðinni er ætlað að efla listsköpun og gefa ungu fólki tækifæri í kvikmyndagerð.