Athugið þessi frétt er meira en 3 ára gömul.

Burt Reynolds látinn

Burt Reynolds in the car from Smoky and the Bandit; circa 1970; New York. (Photo by Art Zelin/Getty Images)
Burt Reynolds í hlutverki sínu í kvikmyndinni Smokey And The Bandit. Mynd: YouTube

Burt Reynolds látinn

06.09.2018 - 19:10

Höfundar

Bandaríski kvikmyndaleikarinn Burt Reynolds er látinn, 82 ára að aldri. Fjölmiðlar víða um hewim greindu frá andláti hans í kvöld. Myndir sem Reynolds lék í, einkum á áttunda áratug síðustu aldar, nutu mikillar hylli, margar hverjar. Má þar nefna Deliverance og Smokey And The Bandit. Þá þótti hann standa sig einkar vel í bíómyndinni Boogie Nights á tíunda áratugnum.

Reynolds lést á sjúkrahúsi í Flórída, að því er haft er eftir umboðsmanni hans. Hann gekkst undir hjartaaðgerð fyrir átta árum. Banamein hans var hjartaslag. 

Ferill Burts Reynolds í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum hófst fyrir sextíu árum. Ferillinn reis hæst á áttunda áratugnum, hann sló í gegn árið 1972 fyrir leik sinn í Deliverance og var um tíma eitt helsta kyntákn Hollywodd. Hann var tilnefndur til Óskarsverðlauna árið 1998 fyrir hlutverk sitt í Boogie Nights. Eftir það fór stjarna hans hratt dvínandi, hann átti í nokkrum fjárhagsörðugleikum á síðari árum vegna misheppnaðra fjárfestinga og var tekinn til gjaldþrotaskipta árið 1996. Hann var tvíkvæntur og eignaðist einn son.